Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:15]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Jú. Það voru alvarlegir ágallar á framkvæmdinni, m.a. þetta sem hv. þingmaður nefnir, að það voru ónógar upplýsingar sem voru gefnar og jafnvel rangar. Það er gríðarlega alvarlegt. En akkúrat hvaða lög það brýtur get ég ekki upplýst þingmanninn um. En þetta er eitt af þeim atriðum sem við í hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigum eftir að fara yfir. Ég vona að hv. þingmaður sé sammála mér í því að þetta sé eitt af því sem kemur upp í okkar rannsóknarvinnu.