Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:22]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þessa beiðni um að við fáum hæstv. viðskipta- eða bankamálaráðherra hér í salinn. Hún er sérfróð í þessum málaflokki eins og hún hefur sjálf vitnað til og tjáir sig óspart í fjölmiðlum. Ég held að það væri Framsóknarflokknum til góða að fá þekkingu hennar hér inn og á hverju hún byggir mat sitt á því að það séu bara sérfræðingarnir sem virðast hafa klúðrað þessu ferli. Því tek ég heils hugar undir þessa beiðni. Ég held að það muni bæta verulega við umræðuna af því að það skiptir máli að þeir hv. þingmenn sem hér taka þátt í umræðunni séu inni í umræðu dagsins í dag.