Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:28]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér er rætt um það hvort ekki-bankamálaráðherra eigi að koma og hlusta á umræðuna og taka þátt í því sem hér fer fram. Hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra hefur tjáð sig mikið í fjölmiðlum í dag um að hún fagni útkomu skýrslu sem staðfestir hennar efasemdaraddir um aðferðina sem hæstv. fjármálaráðherra tók ákvörðun um að hafa varðandi sölu bankanna. Hún fagnar skýrslunni, fagnar því að tekið sé undir hennar skoðun sem hún hafði lagt fram og þess vegna væri gott að heyra hennar afstöðu á þessu öllu í dag, þessu sem sumir kalla klúður, þessu sem þingmenn og ráðherrar í ríkisstjórn og hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja til mikilla hagsbóta fyrir almenning, (Forseti hringir.) en hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra segir: Sko, sjáið þið bara, ég hafði rétt fyrir mér.