Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[18:29]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Kannski fyrst: Ég held að það hafi alveg verið á öllum stöðum reynt að vera með gagnsæi og að ná fram sem bestu verði. Ég held að það hafi ekki vísvitandi verið að reyna að gera það ekki. Ég held bara að það hafi ekki tekist nógu vel að gera það. Mér finnst alveg vera munur á því að reyna að villa um fyrir einhverjum eða takast ekki nógu vel að skýra hlutina. Ég hef alltaf talið að þessi lög fjalli um það að skapa armslengd milli fagstofnunar og ráðherra en að ráðherrann taki ákvörðun sína byggða á þeim gögnum sem undirstofnunin veitir honum.