Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[18:39]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Ég ætla að leyfa mér að þakka henni fyrir hennar hlut sem fjármálaráðherra á sínum tíma. Líkt og ég hef skilið þetta, ég sat ekki á þingi á þessum tíma, þá var Bankasýslunni komið á og lög sett um sölumeðferð síðar á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum til þess að ráðherra væri með fjarlægð frá því ferli sem væri í gangi. Ég hef alltaf litið svo á að það væri einmitt vegna þess að við vildum ekki að ráðherrann væri inni í allri vinnunni á gólfinu (Forseti hringir.) við það að undirbúa sölu sem þessu fyrirkomulagi var komið á.