146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

aðkoma ráðherra að lausn sjómannaverkfallsins.

[10:50]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Forseti. Ég endurtek spurninguna: Hvaða tilboð var það sem hæstv. ráðherra færði samningsaðilum sem þeir gátu ekki hafnað? Og númer tvö: Hver var óformleg aðkoma ráðherra, nákvæmlega? Væri ekki ráð að sjómannaforystan og ráðherrann myndu koma sér saman um sameiginlega yfirlýsingu um efnisinnihald téðs tilboðs sem ekki hefur verið rætt, þannig að hvorugur aðilinn geti bent á hinn við upplýsingu málsins og hafið sé yfir allan vafa að ráðherra hafi ekki farið fram með gerræðislegum hætti?