149. löggjafarþing — 31. fundur,  14. nóv. 2018.

tekjuskattur.

335. mál
[16:07]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við verðum að eftirláta þinginu að melta þau sjónarmið. Við höfum unnið frumvarpið fyrst og fremst samkvæmt forskriftinni sem var mjög einföld. Þetta er tiltekinn réttindaflokkur, þessi framfærsluuppbót, og kallað er eftir skattleysi hennar og þess vegna, eins og menn sjá á frumvarpstextanum, er þetta tiltölulega einfalt frumvarp. Um þau sjónarmið sem koma frá ríkisskattstjóra eða öðrum held ég að ætla verði nefndinni fullt svigrúm til að renna yfir þau sjónarmið.