152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

um fundarstjórn.

[13:35]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ekki er öll vitleysan eins. Fyrst þegar ég heyrði að verið væri að neita þinginu um lögmætan rétt þess til að fá svör þá hélt ég að þetta væru falsfréttir, ég trúði þessu ekki. Ég gat bara ekki trúað því að það væri þannig. Kannski liggur skýringin hjá ríkisstjórninni og í því að hún þarf að nútímavæðast. Þau vita kannski ekki að það er til póstþjónusta. En svo gæti ráðherra auðvitað líka sent ráðherrabílinn til að ná í þessar upplýsingar. Ef þessar upplýsingar eru til staðar þá hlýtur að vera hægt að koma þeim hingað. Spurningin er bara: Vill ríkisstjórnin það ekki? Og þá spyr maður: Hvers vegna ekki? Hvað er það sem ríkisstjórnin er að fela þarna? Það hlýtur að vera eitthvað grafalvarlegt.