152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[17:01]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra framsöguna. Það eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er að koma inn á og skoða í þessu samhengi. Mig langar, til að það sé alveg á hreinu, að spyrja: Að þessu frumvarpi samþykktu, eins og það liggur fyrir, eru þá réttindi einstaklinga með vernd í öllu þau sömu og réttindi einstaklinga sem koma hingað undir kvótaflóttamannakerfinu? Þetta er fyrri spurningin. Seinni spurningin er: Ég get ekki séð að dómsmálaráðuneytið, eða innanríkisráðuneytið eins og það heitir í dag, hafi verið sérstaklega með í ráðum varðandi möguleg áhrif og mat á því hvort breytingin í frumvarpinu geti haft áhrif á það sem kallað er „pull factor“ og varðar fýsileika þess að sækja um hæli á Íslandi samanborið við í öðrum löndum. Var þetta skoðað að einhverju marki af dómsmálaráðuneyti?