152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[17:03]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Til að svara fyrri spurningu hv. þingmanns þá er svarið: Já, þarna er verið að samræma þau réttindi sem annars vegar kvótaflóttafólk nýtur og hins vegar þeir sem fá vernd með öðrum hætti. Sem dæmi get ég nefnt að þar með eru ákveðin réttindi sem snúa að samræmdri móttöku — þ.e. allar upplýsingar, það að fá tækifæri til að para saman rétta einstaklinga og rétt sveitarfélög — hin sömu hvernig sem verndin kemur til.

Ég kem að seinni spurningu hv. þingmanns á eftir.