152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[17:11]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Bara þannig að það sé alveg skýrt þá snýr sú þjónusta sem bætist við með þessari samræmdu móttöku, þar sem við erum að veita kvótaflóttafólki og þeim sem koma á eigin vegum svipaða þjónustu, að félagslegri ráðgjöf. Þetta er samfélagsfræðsla, íslenskukennsla, en við teljum ekki að það muni fjölga umsækjendum. Varðandi kostnaðarmatið sem hér kemur mikið til umræðu þá teljum við að þetta sé raunsætt mat varðandi það sem frumvarpið kveður á um. En auðvitað er sú þjónusta sem verið er að veita gerð á grundvelli samninga við sveitarfélögin, á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sennilega verður kerfið skilvirkara við þetta og kerfið verður betra og við þjónustum betur það fólk sem hingað kemur, óháð því hvernig það kemur hingað, og það er mannréttindamál.