Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[16:09]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta eru athyglisverðar umræður. Ráðherra hefur fyrst og fremst áhyggjur af hlutabréfaverðinu. Á hverju byggir þetta hlutabréfaverð? Það byggir m.a. á því að það komi tekjur til bankanna. Og hvaðan koma þær tekjur? Í grunninn koma þær að meiri hluta frá heimilum landsins, hvort sem þær koma frá heimilum, frá fyrirtækjum o.s.frv. Heimili landsins eru grunnurinn að þessu. Fyrir hagnað bankanna frá hruni hefð verið hægt að reisa 10 eða 12 eða 14, ég man það ekki nákvæmlega, hátæknisjúkrahús. Í staðinn runnu þeir bara beint í vasann á einhverjum fjárfestum.

Þetta er spurning um að setja peningana til baka út í samfélagið. Ef við værum að reka banka á þeim forsendum þyrftum við kannski ekki að vera að selja í þeim hluti vegna þess að við værum alltaf að fá hagnaðinn af þeim aftur. Ég bara skil ekki þessa umræðu.