Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:09]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Aðeins almennt um eftirlitsskyldu ráðherra. Ef hópur fólks sækir um embætti eða stöðu hjá hinu opinbera er það yfirleitt þannig að hæfnisnefnd fer yfir umsóknirnar og skilar rökstuddu mati til ráðherra um það hverjir teljist vera hæfir eða hæfastir til að vera skipaðir í viðkomandi stöðu. Ef það kemur í ljós að einn af umsækjendum er fjölskyldutengdur ráðherra, er það ekki svo að ráðherra er vanhæfur til að taka ákvörðun um skipan viðkomandi, að taka ákvörðun um það hver verði skipaður í það embætti, af því að það er aðili í umsækjendahópnum sem er honum tengdur?