Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[20:21]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir þetta andsvar. Það er von að hann spyrji því að það er ekki að finna í lögunum en það er hins vegar að finna í umræðum hæstv. ráðherra þáverandi sem lagði fram þessi lög, að svokölluð armslengdarsjónarmið þyrftu að eiga við. Það lögskýringargagn á þeim tíma gefur ákveðna vísbendingu. Árið 2015 þegar núverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kom með sitt frumvarp um að leggja Bankasýslu ríkisins niður var rætt í þeim umræðum um löggjöfina frá 2011, 2012, (Gripið fram í.) nú man ég það ekki, og það kom skýrt fram hjá þeim sem voru á móti frumvarpinu að það ætti að snúa til baka til þessarar sjálfstæðu armslengdar sem var sett í upphaflegu lögunum.