Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[22:48]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Já, hv. þingmaður getur bara gert þá kröfu á sjálfan sig. Þingmenn eru bundnir af eigin sannfæringu, ekki sannfæringu hv. þingmanns heldur af eigin sannfæringu. Við erum ekki lögmenn fyrir dómi. Við erum fólk sem tekur einfaldlega samviskuákvörðun í hverju máli og við eigum það við okkur sjálf og hvert annað vald sem þar kemur að, við sitjum hérna í umboði fólks eins og hv. þingmaður talar um. Við megum beita okkar eigin gildismati í hverju máli og þar með þeim orðum sem því fylgja. Þannig að ef hv. þingmaður vill gera kröfu þá gerir hann hana á sjálfan sig, ekki á aðra.