136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[16:32]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F) (andsvar):

Það er sjálfsagt að svara hv. þingmanni því hver afstaða mín er í þessu máli. Ef ég ætti að greiða atkvæði um það hér mundi ég sitja hjá. Ég tel þau vinnubrögð sem boðið hefur verið upp á hér í þinginu ekki boðleg, þau eru það ekki. Ég er fyrst og fremst að gagnrýna þau vinnubrögð sem liggja að baki þessu plaggi.

Ég tel lánið nauðsynlegt og ég geri ráð fyrir því að hv. þingmaður hafi ekki verið genginn í salinn þegar ég svaraði því snemma í ræðu minni áðan. Lánið er nauðsynlegt en vinnubrögðin algjörlega ólíðandi.