137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[18:43]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að við séum komin þar í þessu máli að við verðum að stíga næsta skref. Það er kannski ekki endanlegt eins og hér hefur komið fram og það kom fram hjá hv. þingmanni að skrefin sem tókum í desember voru ekki endanleg. Við verðum að höndla stundum.

Hér erum við að fjalla um rekstrarform, sem sagt sparisjóði sem eru í mjög miklum vandræðum. Við höfum verulegar áhyggjur af því fólki sem þarna hefur lagt inn stofnfé. Það sem maður verður að bera traust til og hefur komið fram hér áður í andsvörum er að sú leið sem boðuð er með frumvarpinu um niðurfærslu á stofnfé verði gerð með varfærni og það verði haft að leiðarljósi að reyna að forðast að afskrifa það niður í núll eins og hefur komið fram í kynningu meiri hluta nefndarinnar. Á það mun ég treysta að reynt verði að gæta þess og gæta þess þannig að stofnfjáreigendur geti þá unnið sig aftur og eignast hlut í sparisjóðnum sínum að nýju þrátt fyrir að það þurfi að færa niður stofnfé að einhverju leyti.

Ég spyr hv. þingmann um hvort hann sé mér ekki sammála um þetta og hvort það sé ekki (Forseti hringir.) næg trygging í frumvarpinu um að þetta eigi að vera hægt.