138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:40]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Já, ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni, þetta er móðgun. Ég held að það hefði verið tvímælalaust mikill styrkur fyrir þingið og fyrir samningaumleitni okkar að hífa Icesave-málið upp af embættismannastiginu, yfir á hið pólitíska svið því þetta er mjög pólitískt mál. Ég held að það hefði í raun og veru mátt komast alla leið með þetta þannig, að útskýra fyrir þeim að þetta væri vilji þingsins. Og okkur ber að fara eftir lögum þingsins.