141. löggjafarþing — 32. fundur,  8. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[11:46]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil bara endurtaka það sem ég sagði áðan. Fjárlaganefnd ber engin skylda til að vísa fjáraukalagafrumvarpinu eða öðru máli til Ríkisendurskoðunar eða annað nema hún óski eftir því sjálf að leita álits þeirra aðila sem hún vill fá til ráðgjafar við sig. Ríkisendurskoðun heyrir undir það.

Ég legg því til að við hættum þessu og höldum þessu máli áfram og þeir sem ekki vilja það yfirgefi þá bara salinn og láti þá sem hafa áhuga á málinu og vilja klára það um að ljúka því hér í dag.