132. löggjafarþing — 32. fundur,  29. nóv. 2005.

Tekjustofnar sveitarfélaga.

364. mál
[18:27]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Af því að hv. þm. Adolf H. Berndsen var hér í ræðustól og ræddi um frumvarpið sem nú er flutt og er jafnframt oddviti lítils sveitarfélags úti á landi, Höfðahrepps, og geri ég ráð fyrir því að sveitarstjórnin sé að vinna að fjárhagsáætlun og sé með allt á hreinu eins og sveitarstjórnir eru, um hvað muni koma í kassann og hvað verði hægt að leggja á, þá vil ég leggja eftirfarandi spurningu fyrir hv. þingmann:

Hvað munu tekjur Höfðahrepps vaxa við þá breytingu sem hér er boðuð, þ.e. að fara að leggja fasteignaskatt á opinberar byggingar?