136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[12:18]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Við tölum líka um eigið fé í ríkisbankana þrjá og peninga inn í Seðlabankann. Væntanlega verða gefin út skuldabréf fyrir fénu til bankanna og ég átta mig ekki á því hvort gjaldeyrir þurfi að vera í Seðlabankanum. En bersýnilega vantar víða peninga inn í kerfið okkar til að koma því í lag.

Ég sló upp tölunni 1.400 milljörðum, 5% vextir af því eru 70 milljarðar. Ég veit ekki hvort það er rétt eða ekki. En við fáumst við verulegan vanda. Þeir sem komu okkur í þá stöðu sem við erum í bera auðvitað ábyrgðina og við ætlum að láta þá taka við lánspeningunum og þeir eiga að koma okkur út úr vandanum. Það gengur (Forseti hringir.) ekki upp og auðvitað þurfum við kosningar sem fyrst.