137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[15:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil leyfa mér að mótmæla því að allir umsagnaraðilar hafi verið á því máli sem hv. þingmaður nefndi. Vel kann að vera að einhverjir hafi talið að skýrar reglur væru í gildi um sparisjóði á Íslandi. En þessar reglur leiddu engu að síður til þess að allt eigið fé í sparisjóðunum var sogið þaðan, blygðunarlaust segja margir. Það leiddi til hruns þeirra. Sá stærsti er fallinn. Aðrir ramba á brúninni. Hér er verið að reyna að bæta starfsskilyrðin og ég vil leyfa mér að endurtaka það sem ég sagði áðan að þetta eru nauðsynlegar breytingar. Þetta eru ígrundaðar breytingar og ég vil minna á að frumvarpið sem við erum hér með er unnið á grundvelli (Forseti hringir.) nefndastarfs. En sú nefnd hefur verið að störfum frá því strax eftir hrun ef ég man rétt.