137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[21:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er sjálfsagt og eðlilegt og verður auðvitað við því orðið að málið fari aftur inn til nefndar milli 2. og 3. umr. eins og venja stendur til.

Hvað varðar spurningu hv. þingmanns um það heimildarákvæði til niðurfærslu stofnfjár sem hér er lagt til að verði sett inn í lögin þá upplýsti ég um það fyrr í umræðunum í kvöld að talið er nauðsynlegt að setja það inn til þess m.a. að forðast lagaþrætur um að slíka heimild skorti sérstaklega. Ég hlýt þess vegna að endurtaka það að til að taka af allan vafa um að ákvæði 2. gr. neyðarlaganna geti gengið eftir hvað varðar aðkomu ríkissjóðs að stofnfjársparisjóðum þá er talið nauðsynlegt að setja þetta heimildarákvæði inn.