146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:22]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður spurði mig hvað mér fyndist um þessa nefnd. Ég sagði bara mína skoðun á þessari nefnd. Er eitthvað að því? Halda menn að ef það er SÞ fyrir fram eitthvað að það sé óhaggandi staðreynd? Við vitum hvað eru margir kvendómarar af heildardæminu. Sameinuðu þjóðirnar þurfa ekkert að segja okkur það. Ef þeir eru jafn margir í héraði, karlar og konur … (RBB: … samningar sem þeir eru búnir að vita …) — Ef það eru jafn margar konur og karlar héraðsdómarar geta menn í Sameinuðu þjóðunum ekki sagt að það sé kynjahalli í héraðsdómstólum. Það er bara ekki hægt. Hvað eru margir saksóknarar konur og hvað eru margir saksóknarar karlar? (RBB: Þú sagðir að það væri ekki halli í dómskerfinu.) Já, ég er að segja að það sé ekki halli. Eini hallinn sem til er er í Hæstarétti. Þar eru 7:2. Það er eini hallinn. Ég hef gefið skýringu á því af hverju sá halli er og af hverju hann er enn þá og mun hverfa. (Forseti hringir.) Sameinuðu þjóðirnar segja mér ekkert í þessu. Álit mitt á Sameinuðu þjóðunum eykst ekkert. Þær eru svona álíka góðar (Forseti hringir.) í mannréttindum og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar.