150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:26]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga Miðflokksins gerir ráð fyrir því að framkvæmdum við viðbyggingu Stjórnarráðshússins verði frestað. Í frumvarpinu er áætlað að setja 550 milljónir í verkefnið á næsta ári. Með því að fresta framkvæmdum sparast mikilvægir fjármunir fyrir ríkissjóð og þá gefst tækifæri til að endurskoða þessi byggingaráform. Miðflokkurinn telur fullt tilefni til þess í ljósi þess að byggingin samræmist illa Stjórnarráðsbyggingunni sjálfri og götumyndinni. Fyrirhuguð viðbygging Stjórnarráðsins sver sig í ætt við svokallaðan brutalist arkitektúr sem er talin gróf, ómanneskjuleg og köld stefna sem yfirleitt vekur litla jákvæðni hjá fólki.

Ég segi já.