152. löggjafarþing — 32. fundur,  2. feb. 2022.

styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

232. mál
[16:56]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég kom inn á hér áðan bættu þær breytingar, sem við í meiri hlutanum lögðum til og voru samþykktar, frumvarpið til mikilla muna. Hv. þm. Jóhann Páll Jóhannsson nefnir það hér að þeir aðilar sem ég nefndi í fyrri ræðu minni hafi þegið lokunarstyrki. En það er nefnilega ekkert víst vegna þess að sama þó að þú hækkir þessar upphæðir þá er viðmiðið stöðugildi til þess að fá þessa fjárhæð. Ég nefni sérstaklega þau fyrirtæki sem hefur verið gert að loka algerlega fyrir starfsemi sína, hafa þurft að skera af sér alla fitu og eru komin inn að beini og hafa því miður þurft að — af því að ég er sammála þingmanninum þegar hann segir að við þurfum að verja störf. En það hefur ekki verið mögulegt. Þurfum við ekki með einhverjum hætti að líta til þeirra fyrirtækja?