154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[18:17]
Horfa

Halldór Auðar Svansson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hnýt um eitt atriði í greinargerð með frumvarpinu sem lýtur að því að fallið er frá áformum sem voru kynnt þegar drög eða áform um frumvarpið voru kynnt um að færa aðgangsmiða kvikmyndahúsa niður í lægra skattþrep. Í greinargerðinni er sagt að þetta þarfnist frekari skoðunar með tilliti til EES-aðstoðar. Nú er það þannig að það er margs konar, eiginlega öll önnur menningartengd starfsemi í lægra skattþrepi og sum jafnvel alveg skattfrjáls. Það hefur verið í umræðunni í mörg ár að jafna þetta að þessu leyti varðandi kvikmyndahúsin. Ég vil því bara spyrja hvað það er sem gerir kvikmyndahúsin svona sérstök að þessu leyti og hvort það sé ekki fullur vilji og áhugi á því að koma þessu inn ef hægt er.