154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[19:08]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Líkt og hv. þingmaður fór yfir í sínu fyrra andsvari erum við hér í fjáraukalagafrumvarpinu að gera ráðstafanir gagnvart hluta þess hóps sem hv. þingmaður nefndi. Varðandi síðan ellilífeyrisþega sem þurfa frekari aðstoð er sú ábyrgð skýr á hendi sveitarfélaga. Ég veit að það eru hópar í íslensku samfélagi sem eiga um sárt að binda og ef það eru teknar ákvarðanir um einhver frekari útgjöld í slík verkefni þurfa þær að birtast og eiga sér stað með réttum hætti. Ég mun áfram vinna og standa að því að sá rammi sem við vinnum eftir, hvort sem það eru lög um opinber fjármál og þá hlutverk fjáraukalaga o.s.frv., að það sé einfaldlega rétt gert (Forseti hringir.) vegna þess að okkur veitir ekki af frekari aga í ríkisfjármálum og í því hvernig við ráðstöfum fjármunum.