154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[19:15]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg rétt að sú heimild er til staðar en það sem lagt er til hér í þessu frumvarpi er það sem ég sem hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra er að leggja til við þingið að verði gert. Ég var ekki að segja að almenni varasjóðurinn væri forvarnasjóður heldur var ég að benda á varnargarðinn sem hv. þingmaður nefndi líka, það væri verið að búa til sjóð sem væri hugsaður fyrir forvarnir vegna þess sem er að gerast á Reykjanesinu. En almennur varasjóður er almennur varasjóður. Ég er ekki hér til að útlista hvernig þeim 3,8 milljörðum sem eftir standa í sjóðnum verður ráðstafað vegna þess að það fer eftir því hvaða kostnaður fellur til og eftir því hvernig málum vindur fram. Ég geri hins vegar ráð fyrir að það muni verða útgjöld innan stjórnkerfisins sem þarf að greiða og muni uppfylla skilyrði þannig að það yrði tekið úr almennum varasjóði. Þá er ég að vísa í verkefni sem tengjast því ástandi sem er í gangi og blasir við á Reykjanesinu.