140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:50]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Eins og hv. þm. Illugi Gunnarsson gat um rétt áðan voru hugmyndir okkar sjálfstæðismanna sem þessi tillaga kemur frá hluti af því að koma á nýrri efnahagsstefnu sem gæfi þjóðinni von, að lækka skattana sem þessi vinstri stjórn hefur lagt á og er búin að keyra allt í kyrrstöðu og stöðnun. Við ætlum að brjótast út úr því.

En sú tillaga sem hér kemur fram, sem er meira að segja hálfgildings tillaga, nær ekki þessu markmiði, hún nær því alls ekki. Ég sit því hjá við þessa tillögu, þótt hún sé vel meint, vegna flækjustigsins sem hún gæfi og þess að hún nær ekki því markmiði okkar sjálfstæðismanna að gefa þjóðinni von. Til þess þarf ríkisstjórnin að fara frá.