140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:53]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins byggir á lítt ígrunduðum og óútfærðum tillögum um skattheimtu. Þar eru uppi hugmyndir um skatta á kolefni sem leiða til lakara samkeppnisumhverfis, að vísu hefur verið gefið fyrirheit um að það verði dregið til baka. Þarna eru kynntir til sögunnar enn nýir auðlegðarskattar sem hrekja efnafólk úr landi, fjársýsluskattar sem hækka vexti til fyrirtækja og heimila, veiðigjald án nokkurs fyrirheits um hvort fiskveiðiheimildir verði ekki teknar af fyrirtækjunum í framtíðinni og aðrir vanhugsaðir skattar á atvinnulífið sem leiða til þeirrar niðurstöðu sem við sjáum nú; hagvaxtar sem byggir á froðu.