140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:24]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Það á við um þessa tillögu eins og tillögu hv. þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks áðan, það er nauðsynlegt að uppfræða þá þingmenn sem ekki gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að lækka fjárframlög til Fjármálaeftirlitsins og ætla að nota þá peninga í annað. Það gilda sérlög um fjármögnun eftirlitsins og þau fela í sér að lögð eru gjöld [Kliður í þingsal.] á eftirlitsskylda aðila og það eru þeir sem greiða kostnaðinn af Fjármálaeftirlitinu. Það er loddaraskapur af verstu sort að þykjast tala fyrir bættu fjármálaumhverfi á Íslandi á tyllidögum en vilja ekki kosta því til sem þarf til að tryggja gagnsætt og öflugt eftirlit. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)