140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:10]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Við framsóknarmenn höfum mjög miklar áhyggjur af stöðu heilbrigðismála. Það er alveg ljóst að búið er að hagræða gríðarlega mikið og skera niður. Á heilbrigðisstofnunum er búið að skera niður í kringum 20% frá hruni en á sama tíma höfum við verið að auka útgjöld í sérfræðiþjónustu um 7%. Á þessu ári settum við í fjáraukalögunum yfir milljarð í sérfræðiþjónustuna og Sjúkratryggingar báðu um annan milljarð í viðbót á næsta ári. Þetta þarf að endurskoða allt saman. Við vörum við því að það sé gengið svona langt í niðurskurði á heilbrigðisstofnunum og teljum að hið fyrsta verði að taka upp meiri stýringu í heilbrigðiskerfinu þannig að eðlilegra hlutfall fari til stofnana og minna hlutfall í sérfræðiþjónustuna. Það er verið að ofnota hana að einhverju leyti hér þannig að þetta þarf allt að endurskoðast. Við framsóknarmenn höfum mjög miklar áhyggjur af þessari stöðu.