143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

164. mál
[14:37]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það var engin óvissa um hvort ætti að framlengja þessi lög. Það var hins vegar uppi óvissa á síðasta kjörtímabili. Fyrir rest hafðist þó í gegn að ná fram þeirri flutningsjöfnun sem náðist og er það vel. Sjálfur hef ég lagt fram lagafrumvörp sem miða að því að fara aðra leið en ákveðið var að fara á síðasta kjörtímabili, lækka eða veita afslátt af olíugjaldinu sem ég held að hefði verið sanngjarnari leið. En gott og vel, þetta er jákvætt og sýnir að þessi ríkisstjórn ætlar að standa með byggðum landsins.