143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:22]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Nei, það finnst mér ekki samræmast orðinu „agi“. Ég hef áhyggjur af því hvað við erum að mörgu leyti agalaus og það snýr líka að tíma, tímasetningu, því að plana og skipuleggja fram í tímann. Þetta snýst ekki bara um peninga, krónur og aura, vegna þess að með góðri tímaáætlun og verkstjórn spörum við.

Mér finnst við vera agalaus, en það horfir samt margt til betri vegar, þannig að ég segi það. Menn hafa náð fjáraukanum niður og allir þingmenn, held ég, eru sammála því að ný lög um fjárreiður ríkisins verði mikil bragarbót og ég held að við munum öll standa saman að þeim.