144. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2014.

hækkun virðisaukaskatts á matvæli.

[15:29]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég mundi halda að þetta hafi verið haft rétt eftir enda er það í samræmi við svar mitt hér áðan varðandi áherslur hv. þingmanns.

Spurt er sérstaklega hvað eigi að gera til að koma til móts við ákveðna hópa. Leigjendur og námsmenn eru nefndir. Hv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur einmitt nefnt að verið sé að skoða stöðu þessara hópa ekki hvað síst, og það hafa fleiri þingmenn gert. Þar hafa ólíkar leiðir verið nefndar (BirgJ: … matarskattinn?) og nú stendur yfir vinna við að meta hverjar þeirra leiða skili sér best í bættum kjörum þessara hópa. (BirgJ: … með matarskattinn?)