146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

kjör og staða myndlistarmanna.

125. mál
[17:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Nú er það svo að ekki geta allir myndlistarmenn reitt sig á sölu verka sinna. Þau eru þess eðlis. Og myndlist er auðvitað ekki bara til gleði og heldur ekki bara spegill samfélagsins. Þetta er efnahagsleg spurning. Myndlistarmenn gegna í rauninni, fyrir sjónlistir, sama hlutverki og rannsóknastarf í háskólum gegnir fyrir atvinnulífið. Þannig erum við sem erum menntuð og höfum starfað á sviði arkitektúrs, fatahönnunar, ljósmyndunar, grafískrar hönnunar og svo mætti lengi telja, algerlega háð því að geta sótt í þetta tæra form þar sem skýr hugsun kemur helst fram. Ég vil hvetja hæstv. menntamálaráðherra til þess að beita sér fyrir því að menn fái greitt fyrir að sýna verk sín.