146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

endurskoðun samgönguáætlunar.

92. mál
[18:48]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Fjárlög voru ekkert samþykkt í sátt. Þau rétt sluppu í gegn. Nú er það svo að hugmyndir starfsstjórnar um fjármögnun samgönguáætlunar voru nákvæmlega núll. Samt fór tillaga starfsstjórnar rúma 20 milljarða umfram fjármálaáætlun, það var ekki skilið mikið eftir. Starfsstjórnin uppfyllti ekki þau lög sem Alþingi samþykkti fyrir kosningar um samgönguáætlun. Hún fjármagnaði nákvæmlega ekki neitt af því og ætlaði að setja ábyrgðina á því algjörlega yfir á nýtt þing sem kom ekkert að þeirri samþykkt. Eftir að hafa eytt 20 milljörðum aukalega í einhver önnur verkefni umfram áætlun. Þetta rugl skrifast algjörlega á þá sem fóru svona með fjárlögin og þá sem samþykktu þau, ekki á hina sem samþykktu ekki fjárlögin í sátt, (Forseti hringir.) hleyptu þeim í gegn af því að það var ekkert annað í boði nema lágmarkslagfæringar.