148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

sjúkraflutningar.

237. mál
[17:10]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér ræðum við sjúkraflutninga sem eru mikilvægur liður í heilbrigðisþjónustunni. Ég tek heils hugar undir það sem fram hefur komið í umræðunni um að mikilvægt sé að horfa á heilbrigðisþjónustuna sem heild og gera heildstæða áætlun um sjúkraflutninga í ljósi skipulags heilbrigðisþjónustu.

Mig langar líka að leggja áherslu á að þegar er tekin ákvörðun um fjölgun eða fækkun sjúkrabíla og sjúkraflutningafólks þar með, að einnig sé horft á áhrifin á aðra þætti, eins og almannavarnir, áhrif á slökkvilið, þegar menntaðir sjúkraflutningamenn hverfa út úr samfélögum, og áhrif á aðrar viðbragðsáætlanir sem kann að vera unnið eftir í fyrstu viðbrögðum (Forseti hringir.) við slysum eða náttúruvá.