150. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2019.

ummæli fjármálaráðherra og orðspor Íslands.

[15:09]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið. Ég þurfti ekki endilega að heyra hvert hennar viðhorf væri til þessarar hegðunar. Ég treysti henni fullkomlega til að fordæma hana. Ég er hins vegar að spyrja hvort ég geti fengið svör — og skýr svör — um ummæli hæstv. fjármálaráðherra. Nú hljóta orð ráðherra að verða skilin úti í heimi sem viðhorf íslenskra stjórnvalda. Mun hæstv. forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?