150. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2019.

úttekt á starfsemi Menntamálastofnunar.

379. mál
[16:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég greiði jafnan atkvæði með skýrslubeiðnum. Mér finnst samt rökin akkúrat á bak við þessa beiðni ekki alveg nógu sterk, ég hefði viljað sjá betri ástæðu en bara þá að komin eru fjögur ár frá stofnun stofnunarinnar. Ég vil einnig gera grein fyrir því að ég er fyrrverandi starfsmaður þeirrar stofnunar og þekki ýmislegt sem er þar á bak við þannig að ég sit hjá í þessari atkvæðagreiðslu.