151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

tilkynning.

[13:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill upplýsa að búast má við að aðeins verði vikið frá röð dagskrármála í dag á þann hátt að strax að loknum umræðum um störf þingsins verði tekið fyrir 9. dagskrármálið, og í framhaldi af umræðum um það, 4. og 5. dagskrármálið. Stendur til að sameina allar atkvæðagreiðslur dagsins um 2.–5. mál og 9. mál að þessu loknu. Er vonast til að þær atkvæðagreiðslur gætu orðið um þrjúleytið. Forseti væntir góðs samstarfs um þetta. Að öðru leyti yrði röð dagskrármála fylgt svo langt sem dagurinn endist okkur til að fara.