151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar .

361. mál
[14:19]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að hrósa velferðarnefnd fyrir þetta mál og afgreiðsluna á því en full ástæða er til þess. Hér stendur nefndin öll saman að góðu máli. Verið er að stíga skref í áttina að því að bæta framfærslugrunn þeirra sem eru með lægstu greiðslurnar í hópi öryrkja, og þetta er mjög þarft og gott mál. Er kerfið þá fullkomið? Nei, svo sannarlega ekki. Við þurfum að halda áfram að stíga þessi skref en þetta skref er mikilvægt og nær áreiðanlega að skipta máli fyrir fjöldann allan af þeim sem munu njóta. Það er fagnaðarefni, herra forseti.