152. löggjafarþing — 33. fundur,  3. feb. 2022.

verkefni Landspítalans.

[10:37]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég ítreka þakkir til hv. þingmanns fyrir að taka þetta mál hér upp. Ég get sagt það að sá er hér stendur er líka vel nestaður með þeim nýja stjórnarsáttmála sem þessi ríkisstjórn hefur til að vinna að ákveðnum markmiðum og þetta er eitt af þeim. Þessi vinna er hafin og það er mjög mikilvægt í þessu samhengi öllu að sjúklingurinn sjálfur sé í forgrunni. Við leggjum áherslu á að nýta alla okkar þekkingu og allt okkar kerfi og sú vinna er hafin. Það var þegar hafin vinna við að útbúa heildstæðan biðlista þannig að við getum nú áttað okkur á því hvað þeir segja okkur raunverulega þannig að það séu samræmdar forsendur sem liggja til grundvallar því hvernig við veitum einstaklingnum þá brýnu þjónustu út frá þörfinni sem uppi er hverju sinni.