Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

menningarminjar.

429. mál
[12:49]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina og viðbrögðin. Ég held að það sé hins vegar mjög mikilvægt að það sé alveg skýrt að þetta er ákveðinn biðleikur. Eins og hv. þingmaður vísaði til þá erum við að fá mikinn fjölda inn núna ef við gerum ekki neitt en síðan þurfum við að fara í heildarendurskoðun á lögunum. Þetta er náttúrlega gríðarleg breyting frá því þegar lögin voru sett. Það sem hv. þingmaður er að vísa hér til er að það vantar núna í lögin heimild til handa Minjastofnun til að setja skilyrði fyrir breytingum á friðuðum húsum. Það fer eftir því hvaða framkvæmdir er um að ræða á húsinu. Þetta er skilyrði til að viðhalda vernd hússins en heimila ákveðnar breytingar. Þannig að það er til að koma til móts við það. Síðan held ég að séum sammála um að þessi mál þarfnist skoðunar. Okkur liggur á, eins og hv. þingmaður vísaði til, að alla vega gera strax þessar ráðstafanir þannig að við bara — ja, það er að koma svo mikið af húsum inn núna ef lögin eru óbreytt. Síðan er ég að setja af stað vinnu til að skoða þetta allt saman af augljósum ástæðum að mér finnst.