133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

starfslok starfsmanna varnarliðsins.

136. mál
[14:20]
Hlusta

utanríkisráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður spyr:

Telur ráðherra koma til greina að hlutafélag um eignir á varnarsvæðum komi að gerð samninga um starfslok við fyrrverandi starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli?

Svarið við því er neitandi. Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. var haldinn 24. október sl. og er tilgangur félagsins að annast framtíðarþróun og umbreytingu á því varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli sem koma á í arðbær borgaraleg not. Í því felst m.a. að gera úttekt á þróunar- og vaxtarmöguleikum svæðisins, annast rekstur, umsjón og umsýslu tiltekinna eigna, þar með talið sölu og útleigu eigna, hreinsun svæða og niðurrif mannvirkja eftir atvikum. Það er hins vegar ekki hlutverk félagsins að koma að gerð samninga um starfslok við fyrrverandi starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.