140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:48]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Af þeim tillögum sem litið hafa dagsins ljós í dag af hendi minni hlutans má eiginlega segja að ein mesta lukka þjóðarinnar hafi verið að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók ekki við vorið 2009. Þá hefði ekki verið ráðist í nauðsynlegar aðhaldsbreytingar, þá hefði skattkerfið ekki verið aðlagað að veruleikanum og þá hefði ekki verið tekist á við skuldasöfnun ríkisins. (Gripið fram í.) Menn hefðu heldur farið í varasjóðinn og eytt um efni fram.

Það einkenndi ríkisstjórn þessara flokka frá aldamótum að eytt var um efni fram og reikningurinn settur á framtíðina, rétt eins og við erum að takast á í þessari ríkisstjórn. (Gripið fram í.) Þess vegna segi ég, virðulegi forseti: Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vorið 2009 til vorsins 2013 hefði verið alversta ríkisstjórn sögunnar. [Kliður í þingsal.]