143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[16:41]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get fullvissað hv. þingmann um að utanríkisráðherra er ekki utan við mengi framsóknarmanna, hann er alveg beint inni í mengi framsóknarmanna. Hins vegar hefur utanríkisráðherra ekki gert neinar áætlanir með eða án IPA-styrkja.

Ég tek fram að enn sé ég ekki ástæðu til að flytja breytingartillögu varðandi fjáraukalögin, ég held að þetta sé byggt á misskilningi sem ég held að hljóti að verða tekinn upp í nefndinni og ég er reiðubúinn til að ræða það við nefndina. Ég sá þetta hins vegar fyrst í tillögu nefndarinnar, ekki var haft samband við mig — þ.e. meiri hluta nefndarinnar, ég tek það fram, þetta er nefndarálit meiri hlutans, þannig að þetta kom mér jafn mikið á óvart og öðrum.