148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

möguleikar ljósmæðra á að ávísa lyfjum og hjálpartækjum.

268. mál
[17:46]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég ætla að byrja á að fagna spurningunni frá hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem og svari hæstv. heilbrigðisráðherra.

Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir konur og heilbrigðisþjónustu þeirra að ljósmæður fái þennan rétt til að ávísa lyfjum. Auðvitað eru þær með öllu því námi sem þær hafa að baki vel í stakk búnar til þess.

Mig langar að vekja sérstaka athygli og fagna áherslunni á hjálpartæki vegna þess að ég held að mjög mikilvægt sé að hafa hjálpartækin hérna inni vegna þess að rétt notkun og gott aðgengi að hjálpartækjum getur einmitt komið í veg fyrir þörfina á því að nota lyf, auk þess sem rétt notkun á hjálpartækjum getur til langs tíma bætt heilsu fólks. Þess vegna fagna ég því að hjálpartækin (Forseti hringir.) séu hér með í spurningunni og að hæstv. ráðherra ætli að hafa þau með í sinni vinnu.