150. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2019.

Landsvirkjun.

[15:49]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Varðandi óskir um sérstakar umræður vill forseti bara upplýsa að yfirleitt er brugðist vel við því að reyna að koma slíkum umræðum á, þ.e. þegar beiðni um þær hefur borist með formlegum hætti. Þá er farið í að kanna hvort viðkomandi ráðherrar geti orðið til svara o.s.frv. og hefur gengið alveg ágætlega á þessu hausti að mæta óskum þingmanna um slíkt.